<< Jóhannesarguðspjall 20 >> John 20 Icelandic | |
1 Þá lét Pílatus taka Jesú og húðstrýkja hann.
2 Hermennirnir fléttuðu kórónu úr þyrnum og settu á höfuð honum og lögðu yfir hann purpurakápu.
3 Þeir gengu hver af öðrum fyrir hann og sögðu: ,,Sæll þú, konungur Gyðinga,`` og slógu hann í andlitið.
4 Pílatus gekk aftur út fyrir og sagði við þá: ,,Nú leiði ég hann út til yðar, svo að þér skiljið, að ég finn enga sök hjá honum.``
5 Jesús kom þá út fyrir með þyrnikórónuna og í purpurakápunni. Pílatus segir við þá: ,,Sjáið manninn!``
6 Þegar æðstu prestarnir og verðirnir sáu hann, æptu þeir: ,,Krossfestu, krossfestu!`` Pílatus sagði við þá: ,,Takið þér hann og krossfestið. Ég finn enga sök hjá honum.``
7 Gyðingar svöruðu: ,,Vér höfum lögmál, og samkvæmt lögmálinu á hann að deyja, því hann hefur gjört sjálfan sig að Guðs syni.``
8 Þegar Pílatus heyrði þessi orð, varð hann enn hræddari.
9 Hann fór aftur inn í höllina og segir við Jesú: ,,Hvaðan ertu?`` En Jesús veitti honum ekkert svar.
10 Pílatus segir þá við hann: ,,Viltu ekki tala við mig? Veistu ekki, að ég hef vald til að láta þig lausan, og ég hef vald til að krossfesta þig?``
11 Jesús svaraði: ,,Þú hefðir ekkert vald yfir mér, ef þér væri ekki gefið það að ofan. Fyrir því ber sá þyngri sök, sem hefur selt mig þér í hendur.``
12 Eftir þetta reyndi Pílatus enn að láta hann lausan. En Gyðingar æptu: ,,Ef þú lætur hann lausan, ert þú ekki vinur keisarans. Hver sem gjörir sjálfan sig að konungi, rís á móti keisaranum.``
13 Þegar Pílatus heyrði þessi orð, leiddi hann Jesú út og settist í dómstólinn á stað þeim, sem nefnist Steinhlað, á hebresku Gabbata.
14 Þá var aðfangadagur páska, um hádegi. Hann sagði við Gyðinga: ,,Sjáið þar konung yðar!``
15 Þá æptu þeir: ,,Burt með hann! Burt með hann! Krossfestu hann!`` Pílatus segir við þá: ,,Á ég að krossfesta konung yðar?`` Æðstu prestarnir svöruðu: ,,Vér höfum engan konung nema keisarann.``
16 Þá seldi hann þeim hann í hendur, að hann yrði krossfestur. Þeir tóku þá við Jesú.
17 Og hann bar kross sinn og fór út til staðar, sem nefnist Hauskúpa, á hebresku Golgata.
18 Þar krossfestu þeir hann og með honum tvo aðra sinn til hvorrar handar; Jesús í miðið.
19 Pílatus hafði ritað yfirskrift og sett hana á krossinn. Þar stóð skrifað: JESÚS FRÁ NASARET, KONUNGUR GYÐINGA.
20 Margir Gyðingar lásu þessa yfirskrift, því staðurinn, þar sem Jesús var krossfestur, var nærri borginni, og þetta var ritað á hebresku, latínu og grísku.
21 Þá sögðu æðstu prestar Gyðinga við Pílatus: ,,Skrifaðu ekki ,konungur Gyðinga`, heldur að hann hafi sagt: ,Ég er konungur Gyðinga`.``
22 Pílatus svaraði: ,,Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað.``
23 Þegar hermennirnir höfðu krossfest Jesú, tóku þeir klæði hans og skiptu í fjóra hluti, og fékk hver sinn hlut. Þeir tóku og kyrtilinn, en hann var saumlaus, ofinn í eitt ofan frá og niður úr.
24 Þeir sögðu því hver við annan: ,,Rífum hann ekki sundur, köstum heldur hlut um, hver skuli fá hann.`` Svo rættist ritningin: Þeir skiptu með sér klæðum mínum og köstuðu hlut um kyrtil minn. Þetta gjörðu hermennirnir.
25 En hjá krossi Jesú stóðu móðir hans og móðursystir, María, kona Klópa, og María Magdalena.
26 Þegar Jesús sá móður sína standa þar og lærisveininn, sem hann elskaði, segir hann við móður sína: ,,Kona, nú er hann sonur þinn.``
27 Síðan sagði hann við lærisveininn: ,,Nú er hún móðir þín.`` Og frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana heim til sín.
28 Jesús vissi, að allt var þegar fullkomnað. Þá sagði hann, til þess að ritningin rættist: ,,Mig þyrstir.``
29 Þar stóð ker fullt af ediki. Þeir settu njarðarvött fylltan ediki á ísópslegg og báru að munni honum.
30 Þegar Jesús hafði fengið edikið, sagði hann: ,,Það er fullkomnað.`` Þá hneigði hann höfuðið og gaf upp andann.
31 (Jn 20:31) Nú var aðfangadagur, og til þess að líkin væru ekki á krossunum hvíldardaginn, báðu Gyðingar Pílatus að láta brjóta fótleggi þeirra og taka líkin ofan, enda var mikil helgi þess hvíldardags. [ (John 20:32) Hermenn komu því og brutu fótleggi þeirra, sem með honum voru krossfestir, fyrst annars, svo hins. ] [ (John 20:33) Þegar þeir komu að Jesú og sáu, að hann var þegar dáinn, brutu þeir ekki fótleggi hans. ] [ (John 20:34) En einn af hermönnunum stakk spjóti sínu í síðu hans, og rann jafnskjótt út blóð og vatn. ] [ (John 20:35) Sá er séð hefur, vitnar þetta, svo að þér trúið líka og vitnisburður hans er sannur. Og hann veit, að hann segir satt. ] [ (John 20:36) Þetta varð til þess, að ritningin rættist: ,,Ekkert bein hans skal brotið.`` ] [ (John 20:37) Og enn segir önnur ritning: ,,Þeir munu horfa til hans, sem þeir stungu.`` ] [ (John 20:38) Jósef frá Arímaþeu, sem var lærisveinn Jesú, en á laun af ótta við Gyðinga, bað síðan Pílatus að mega taka ofan líkama Jesú. Pílatus leyfði það. Hann kom þá og tók ofan líkama hans. ] [ (John 20:39) Þar kom líka Nikódemus, er fyrrum hafði komið til hans um nótt, og hafði með sér blöndu af myrru og alóe, nær hundrað pundum. ] [ (John 20:40) Þeir tóku nú líkama Jesú og sveipuðu hann línblæjum með ilmjurtunum, eins og Gyðingar búa lík til greftrunar. ] [ (John 20:41) En á staðnum, þar sem hann var krossfestur, var grasgarður og í garðinum ný gröf, sem enginn hafði enn verið lagður í. ] [ (John 20:42) Þar lögðu þeir Jesú, því það var aðfangadagur Gyðinga, og gröfin var nærri. ]