<< Jósúabók 21 >> Joshua 21 Icelandic | |
1 Ætthöfðingjar levítanna gengu fyrir þá Eleasar prest, Jósúa Núnsson og ætthöfðingja kynkvísla Ísraelsmanna
2 og töluðu þannig til þeirra í Síló í Kanaanlandi: ,,Drottinn bauð fyrir Móse að oss skyldi borgir gefa til bústaða, svo og beitilandið, er að þeim liggur, handa fénaði vorum.``
3 Þá gáfu Ísraelsmenn levítunum af óðulum sínum, eftir boði Drottins, þessar borgir og beitilönd þau, er að þeim lágu.
4 Nú kom upp hlutur ætta Kahatíta, og fengu þá meðal levítanna synir Arons prests með hlutkesti þrettán borgir hjá Júda kynkvísl, Símeons kynkvísl og Benjamíns kynkvísl.
5 Hinir synir Kahats fengu með hlutkesti tíu borgir frá ættum Efraíms kynkvíslar og frá Dans kynkvísl og frá hálfri kynkvísl Manasse.
6 Synir Gersons fengu með hlutkesti þrettán borgir frá ættum Íssakars kynkvíslar, frá Assers kynkvísl, frá Naftalí kynkvísl og frá hálfri kynkvísl Manasse í Basan.
7 Merarí synir fengu tólf borgir eftir ættum þeirra frá Rúbens kynkvísl, frá Gaðs kynkvísl og frá Sebúlons kynkvísl.
8 Ísraelsmenn gáfu levítunum borgir þessar og beitilandið, er að þeim liggur, eftir hlutkesti, eins og Drottinn hafði boðið fyrir meðalgöngu Móse.
9 Þeir gáfu af kynkvísl Júda sona og af kynkvísl Símeons sona þessar borgir, sem hér eru nafngreindar.
10 Af ættum Kahatíta meðal Leví sona fengu Arons synir þær, af því að fyrsti hluturinn hlotnaðist þeim.
11 Þeim gáfu þeir Kirjat-Arba, er átt hafði Arba, faðir Anaks, það er Hebron, á Júdafjöllum og beitilandið umhverfis hana.
12 En akurland borgarinnar og þorpin, er að henni lágu, gáfu þeir Kaleb Jefúnnesyni til eignar.
13 Sonum Arons prests gáfu þeir: Hebron, sem var griðastaður vígsekra, og beitilandið, er að henni lá, Líbna og beitilandið, er að henni lá,
14 Jattír og beitilandið, er að henni lá, Estemóa og beitilandið, er að henni lá,
15 Hólon og beitilandið, er að henni lá, Debír og beitilandið, er að henni lá,
16 Asan og beitilandið, er að henni lá, Jútta og beitilandið, er að henni lá, og Bet Semes og beitilandið er að henni lá _ níu borgir frá þessum tveimur ættkvíslum.
17 Af Benjamíns kynkvísl: Gíbeon og beitilandið, er að henni lá, Geba og beitilandið, er að henni lá,
18 Anatót og beitilandið, er að henni lá, og Almón og beitilandið, er að henni lá _ fjórar borgir.
19 Þannig hlutu synir Arons, prestarnir, þrettán borgir alls og beitilönd þau, er að þeim lágu.
20 Að því er snertir ættir þeirra Kahats sona, er töldust til levítanna, hinna Kahats sonanna, þá fengu þær borgir þær, er þeim hlotnuðust frá Efraíms kynkvísl.
21 Þeir gáfu þeim Síkem, sem var griðastaður vígsekra, og beitilandið, er að henni lá, á Efraímfjöllum, Geser og beitilandið, er að henni lá,
22 Kibsaím og beitilandið, er að henni lá, og Bet Hóron og beitilandið, er að henni lá _ fjórar borgir.
23 Frá kynkvísl Dans: Elteke og beitilandið, er að henni lá, Gibbetón og beitilandið, er að henni lá,
24 Ajalon og beitilandið, er að henni lá, og Gat Rimmon og beitilandið, er að henni lá _ fjórar borgir.
25 Frá hálfri kynkvísl Manasse: Taanak og beitilandið, er að henni lá, og Jibleam og beitilandið, er að henni lá _ tvær borgir.
26 Ættir hinna Kahats sonanna hlutu þannig tíu borgir alls og beitilönd þau, er að þeim lágu.
27 Af ættum levítanna fengu Gersons synir frá hálfri kynkvísl Manasse: Gólan í Basan, griðastað vígsekra, og beitilandið, er að henni lá, og Beestera og beitilandið, er að henni lá _ tvær borgir.
28 Frá Íssakars kynkvísl: Kisjón og beitilandið, er að henni lá, Daberat og beitilandið, er að henni lá,
29 Jarmút og beitilandið, er að henni lá, og En-Ganním og beitilandið, er að henni lá _ fjórar borgir.
30 Frá Assers kynkvísl: Míseal og beitilandið, er að henni lá, Abdón og beitilandið, er að henni lá,
31 Helkat og beitilandið, er að henni lá, og Rehób og beitilandið, er að henni lá _ fjórar borgir.
32 Frá Naftalí kynkvísl: Kedes í Galíleu, griðastað vígsekra, og beitilandið, er að henni lá, Hammót Dór og beitilandið, er að henni lá, og Kartan og beitilandið er að henni lá _ þrjár borgir.
33 Þannig hlutu Gersonítar eftir ættum þeirra, þrettán borgir alls og beitilönd þau, er að þeim lágu.
34 Ættir Merarí sona, þeirra Leví sona, er enn voru eftir, fengu frá Sebúlons kynkvísl: Jokneam og beitilandið, er að henni lá, Karta og beitilandið, er að henni lá,
35 Dimna og beitilandið, er að henni lá, og Nahalal og beitilandið, er að henni lá _ fjórar borgir.
36 Frá Rúbens kynkvísl: Beser í eyðimörkinni, griðastað vígsekra, og beitilandið, er að henni lá, Jahsa og beitilandið, er að henni lá,
37 Kedemót og beitilandið, er að henni lá, og Mefaat og beitilandið, er að henni lá _ fjórar borgir.
38 Frá Gaðs kynkvísl: Ramót í Gíleað, griðastað vígsekra, og beitilandið, er að henni lá, Mahanaím og beitilandið, er að henni lá,
39 Hesbon og beitilandið, er að henni lá, og Jaeser og beitilandið, er að henni lá _ fjórar borgir alls.
40 Þannig fengu Merarí synir, eftir ættum þeirra, þeir er enn voru eftir af ættum levítanna, í sitt hlutskipti tólf borgir alls.
41 Borgir þær, er levítarnir fengu inni í eignarlöndum Ísraelsmanna, voru fjörutíu og átta alls, og beitilöndin, er að þeim lágu.
42 Og allar þessar borgir voru hver um sig ein borg með beitilandi umhverfis. Var svo um allar þessar borgir.
43 Drottinn gaf Ísrael allt landið, er hann hafði svarið að gefa feðrum þeirra, og þeir tóku það til eignar og settust þar að.
44 Og Drottinn lét þá búa í friði á alla vegu, öldungis eins og hann hafði svarið feðrum þeirra. Enginn af öllum óvinum þeirra fékk staðist fyrir þeim, Drottinn gaf alla óvini þeirra í hendur þeim.
45 Ekkert brást af öllum fyrirheitum þeim, er Drottinn hafði gefið húsi Ísraels. Þau rættust öll.