Sálmarnir 67

<< Sálmarnir 67 >>
Psalm 67 Icelandic
 

1 Til söngstjórans. Með strengjaleik. Sálmur. Ljóð.

2 Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor, [Sela]

3 svo að þekkja megi veg þinn á jörðunni og hjálpræði þitt meðal allra þjóða.

4 Lýðirnir skulu lofa þig, ó Guð, þig skulu gjörvallir lýðir lofa.

5 Gleðjast og fagna skulu þjóðirnar, því að þú dæmir lýðina réttvíslega og leiðir þjóðirnar á jörðunni. [Sela]

6 Lýðirnir skulu lofa þig, ó Guð, þig skulu gjörvallir lýðir lofa.

7 Jörðin hefir gefið ávöxt sinn, Guð, vor Guð, blessar oss. [ (Psalms 67:8) Guð blessi oss, svo að öll endimörk jarðar megi óttast hann. ]