Sálmarnir 64

<< Sálmarnir 64 >>
Psalm 64 Icelandic
 

1 Til söngstjórans. Davíðssálmur.

2 Heyr, ó Guð, raust mína, er ég kveina, varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins.

3 Skýl mér fyrir bandalagi bófanna, fyrir óaldarflokki illvirkjanna,

4 er hvetja tungur sínar sem sverð, leggja örvar sínar, beiskyrðin, á streng

5 til þess að skjóta í leyni á hinn ráðvanda, skjóta á hann allt í einu, hvergi hræddir.

6 Þeir binda fastmælum með sér ill áform, tala um að leggja leynisnörur, þeir hugsa: ,,Hver ætli sjái það?``

7 Þeir upphugsa ranglæti: ,,Vér erum tilbúnir, vel ráðin ráð!`` því að hugskot hvers eins og hjarta er fullt véla.

8 Þá lýstur Guð þá með örinni, allt í einu verða þeir sárir,

9 og tunga þeirra verður þeim að falli. Allir þeir er sjá þá, munu hrista höfuðið.

10 Þá mun hver maður óttast og kunngjöra dáðir Guðs og gefa gætur að verkum hans. [ (Psalms 64:11) Hinn réttláti mun gleðjast yfir Drottni og leita hælis hjá honum, og allir hjartahreinir munu sigri hrósa. ]